Um okkur

Sagan

JB úr&skart er fjölskyldufyrirtæki og á rætur sínar að rekja allt til ársins 1939 þegar að Bjarni Jónsson úrsmiður, kenndur við Gröf í Víðidal, hóf rekstur. Flutti hann sjálfur inn úr fyrir verslunina sína og starfrækti viðgerðaþjónustu hér á Akureyri. Jón Bjarnason úrsmiður tók síðan við af föður sínum og nú hefur þriðji ættliðurinn tekið við, Bjarni Jónsson úrsmiður, og rekur hann fyrirtækið í dag.

Í dag er JB úr&skart umboðsaðili á Íslandi fyrir nokkur þekkt svissnesk úramerki. Mido úrin höfum við flutt inn frá upphafi, eða í um 70 ár og eru enn mörg úr í gangi frá upphafsárunum.  Upp úr 1970 hófst innflutningur á Edox og Tissot úrunum og árið 2000 fengum við umboð á Íslandi fyrir Certina úrin. Sumarið 2009 hófum við einnig sölu á Rodania sem eru úr á góðu verði. 2013 Hófum við sölu á úrum frá Bering, dönsk hönnun eins og hún gerist best. Flott úr á fínu verði.

Það hefur alltaf verið metnaður fyrirtækisins að bjóða upp á öfluga viðgerðaþjónustu og er verkstæðið eitt það stærsta og best búna á landinu.

Á síðustu árum höfum við stóraukið úrvalið af skartgripum. Við bjóðum upp á vandaða íslenska skartgripi úr gulli og silfri ásamt því að bjóða upp á innflutta skartgripi.

Við bjóðum ykkur velkomin í verslun okkar JB úr&skart á Akureyri.